Hlíðarendi
Úthlíð 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 555-1440, Netfang: hlidarendi(hjá)hafnarfjordur.is
Leikskólastjóri: Bryndís Guðlaugsdóttir
Fjöldi nemenda er 84 og fjöldi starfsmanna er 24.
Leikskólinn Hlíðarendi er staðsettur í útjaðri Setbergshverfis í Hafnarfirði og tók til starfa 26. mars 1998. Í Hlíðarenda eru fjórar deildir. Í Birkilundi eru yngstu börnin okkar og í Furulundi, Grenilundi og Reynilundi eru börn á aldrinum 3-5 ára. Grunnstöðugildi við leikskólann eru um það bil 16 fyrir utan stöðugildi við sérkennslu, afleysingastöður og tveggja starfsmanna í eldhúsi og afleysinga. Leikskólinn starfar samkvæmt lögum um leikskóla frá 2008. Hlíðarendi er rekinn af Hafnarfjarðarbæ og hefur Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar eftirlit með fag- og rekstrarlegum þáttum. Annirnar í leikskólanum eru tvær, haustönn og vorörnn tekur starfið mið af þeim. Leikskólinn lokar að jafnaði í fjórar vikur á sumrin vegna sumarleyfa og að auki er hann lokaður í fimm daga yfir leikskólaárið vegna skipulagsdaga. Gefið er út skóladagatal í upphafi hvers leikskólaárs þar sem sjá má alla þá viðburði sem haldnir eru. Lögð er sérstök áhersla á umhverfismennt, hreyfingu og lífsleikni. Hlíðarendi er Grænfánaskóli. Einkunnarorð Hlíðarenda eru virðing, virkni og vinátta |