Í Hlíðarenda eiga öll börn rólega og notalega stund að loknum hádegisverði. Yngri börnin leggja sig í hvíldarherbergjum á dýnum með teppi og púða sem skólinn leggur til. Þeim er frjálst að koma með eitt kúrudýr sem geymt er í skólanum. Þau börn sem nota snuð geyma það einnig í skólanum.
Hvíldartíminn getur verið frá 30 mínútum upp í rúmar 2 klukkustundir og fer eftir þörf hvers barns.