Fatnaður

Í Hlíðarenda er aldrei að vita hvaða ævintýri dagurinn ber í skauti sér. Því eru foreldrar hvattir til að hafa börnin í góðum og þægilegum vinnufötum á skólatíma. Verkefnin sem börnin fást við eru margvísleg og betra að vera við því búin/n að geta tekið þátt í hraustlegri íþróttastund, listsköpun eða útivinnu af ýmsu tagi án þess að þurfa að gæta að fínum fatnaði. Hér er listi yfir fatnað sem gott er að hafa til taks í leikskólanum.

Hlífðarfatnaður

  • Úlpa
  • Húfa/buff
  • 2-3 pör af vettlingum eða lúffum
  • Stígvél og ullarsokkar ef þarf
  • Þykk peysa, lopapeysa eða flíspeysa
  • Pollagalli
  • Snjógalli og kuldaskór yfir vetrartímann.

Aukafatnaður

  • 2 nærbuxur/samfellur
  • 2 pör af sokkum
  • Nærbolur
  • Gammósíur/sokkabuxur
  • 2 buxur
  • Peysa

Þegar börn eru að byrja að nota salerni er gott að vera með nóg af aukafatnaði.