Afmæli

Afmæli eru stórviðburðir í lífi lítilla barna. Hér í Hlíðarenda er afmælisbörnum hampað á ýmsa lund á afmælisdaginn eða á föstudegi fyrir afmælisdag beri hann upp á helgi. Það gerum við svo að barnið geti tekið afmæliskórónu sem það útbýr í leikskólanum með sér heim og geti borið hana á afmælisdaginn sjálfan.

Afmælisbarnið fær í máltíðum sérstakan afmælisdisk og velur sér lit af glasi. Afmælissöngurinn er sunginn í samverum og í Furulundi, Grenilundi og Reynilundi er barnið þjónn á afmælisdaginn og gegnir þar með veigamiklu hlutverki.