Áætlun um aðlögun
Þessari áætlun er fylgt í megindráttum við aðlögun í Hlíðarenda. Það tekur mislangan tíma fyrir börn að finna öryggi í nýju umhverfi. Aðlögun getur því tekið styttri tíma en þessi áætlun gerir ráð fyrir en getur einnig tekið lengri tíma.
Hér er að finna ítarlegri upplýsingar um aðlögun og fyrstu dagana í leikskólanum
Here you will find further information about the first days in Preschool en English
Dagur 1 ´ | Fyrir hádegi ´ | Barn og foreldri koma og hitta starfsfólk. Heimsóknin stendur í 45-60 mínútur |
Dagur 2 | Fyrir hádegi | Barn og foreldri eru saman inni á deild og fara út ef veður leyfir. Gott að koma með fatnað til útivistar. |
Dagur 3 | Fyrir hádegi | Foreldri kemur inn með barninu en fer svo í burtu í stutta stund. |
Dagur 4 | kl. 9.00-12.00 | Barnið borðar hádegisverð í fyrsta sinn. |
Dagur 5 | Kl. 8.30-12.00 | Barnið borðar morgunverð í fyrsta sinn. |
Dagur 6 | Kl. 8.00-15.00* | Barnið fer í hvíld og síðdegishressingu í fyrsta sinn. |
Dagur 7 | Barnið er sinn vistunartíma og aðlögun er lokið |
* Ef barn er með vistunartíma sem byrjar eftir kl. 8.00 mætir það á þeim tíma.