Þróunarverkefni í læsi

Haustið 2019 hófst undirbúningur að útgáfu handbókar um læsi, málörvun og snemmtæka íhlutun í Hlíðarenda. Gert var ráð fyrir að þessi vinna myndi taka um 18 mánuði og enda á útgáfuhófi nýrrar handbókar.

Meðan á vinnunni stóð var farið í gegnum allar aðferðir, vinnu og verkferla sem tengjast þessum þáttum og ýmsir þættir tóku breytingum og þróuðust. Einnig var farið í gegnum allar bækur, allt málörvunarefni og gögn til sérkennslu og þetta flokkað eftir ákveðnu kerfi.

Verkefnastjóri var Ásthildur Bj. Snorradóttir en innan leikskólans var stýrihópur skipaður af Ásrúnu, Fjólu, Bryndísi og Ingu Kristínu ásamt Árnýju sem leiddi stýrihópinn.

Í handbókinni er leitast við að gera grein fyrir hvernig unnið er að málrækt í leikskólanum. Farið er yfir hvað felst í eðlilegum málþroska og hver eru helstu frávik. Gerð er grein fyrir matstækjum sem notuð eru í leikskólanum og þeim verkferlum sem fylgt er þegar vaknar grunur um frávik. Sérstaklega er fjallað um vinnu með tví- og fjöltyngd börn.

Handbókin má nálgast ár rafrænu formi hér: malrækt_i_hlidarenda.pdf