Lífsleikni


Lífsleikni byggir á alhliða þroska barnsins, færni þess til samskipta, rökrænnar tjáningar og til að bera virðingu fyrir umhverfi sínu.

Í Hlíðarenda er stuðst við tvö verkfæri til lífsleiknikennslu. Annars vegar kennslugögnin "Lífsleikni" sem eiga rætur að rekja í þróunarstarfi á Akureyri og hins vegar "Vináttu" verkefnakistu sem þróuð er til forvarnastarfs gegn einelti í leik- og grunnskólum og kemur frá Danmörku.

Lífsleiknikennsla er fléttuð inn í allt daglegt starf en markmið hennar eru að:

  • Efla og stuðla að jafnvægi milli hinna ýmsu þroskaþátta barnsins þar sem siðgæðis- tilfinninga- og félagsþroski gegna lykilhlutverki.
  • Byggja upp sjálfsmynd einstaklingsins.
  • Efla hæfileikann til að tjá hugsanir sínar og skoðanir og þar með vera við stjórnvölinn í eigin lífi.
  • Efla hæfileikann til að taka ábyrgð á gerðum sínum og umhverfi.
  • Efla hæfileikann til að skilja og bregðast við á málefnalegan (lýðræðislegan) hátt, með því að taka þátt í margvíslegum samskiptum og ákvörðunum.
  • Efla hæfileikann til að geta sett sig í spor annarra, bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, virða reglur samfélagsins og sýna tillitsemi.

"Vinátta" byggir á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu leikskólastarfinu og er órjúfanlegur hluti þess í allri vinnu og starfi leikskóla sem vinnur með Vináttu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur tileinki sér þessi grunngildi við vinnu og samskipti í leikskólasamfélaginu. Hugmyndafræðin endurspeglast í gildunum fjórum:

  • Umburðarlyndi
  • Virðingu
  • Umhyggju
  • Hugrekki





ELDRA EFNI

haustönn 2013 munum við leggja áherslu á tvær dygðir,
SKÖPUNARGLEÐI OG VIRÐING

Dygðir haustannar

Markmið

Foreldraboðorð

Sköpunargleði

Virðing

Markmið barna

Spakmæli með dygðum vetrarins

Samkennd 2010

Hjálpsemi 2011

Spakmæli og dygðir

Glaðværð 2010

Glaðværð

Hófsemi 2009

Hófsemi

Kurteisi 2009

Kurteisi

Þolinmæði 2008

Þolinmæði

Vinsemd 2008

Vinsemd

Ábyrgð 2007

Ábyrgð