HreyfingMarkmið með hreyfingu er að efla hreyfiþroska, sjálfstraust og skynjun barnsins á líkama sínum. Að fullnægja hreyfiþörf barnanna og stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan. Einnig að auka skilning á mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Hreyfing fléttast inn í allt okkar starf í samverustundum, hópastarfi og frjálsum leik inni og úti.

Skipulagðar hreyfistundir í sal eru vikulega. Þar fara fram: Ýmsir hópleikir, boltaleikir og eltingaleikir s.s. stórfiskaleikur, myndastyttuleikur, boðhlaup o.fl. Hreyfi- og látbragðsleikir, blöðruleikir, leikir með veifur, fallhlíf o.fl. Þrautabrautir s.s. jafnvægisslá, hringir, trampolin, æfingar á dýnu s.s. kollhnís o.fl. æfingar með baunapoka, ganga á mismundandi undirlagi, hoppa úr mismunandi hæðum og standa á einum fæti, skríða, ganga á tám, hælum og jörkum. Stöðvabrautir og frjáls leikur. Hreyfistundum lýkur almennt með slökunaræfingum og/eða líkamsnuddi. og einnig fara allir hópar í skipulagðar gönguferðir út fyrir skólalóðina einu sinni í viku. Y

Í samverustundum er m.a. lögð áhersla á eflingu hreyfiþroska t.d. í söng og hreyfileikjum, dansi, söng með táknum, hljóðfærum/slá í takt o.fl.

Valið er umgjörð um frjálsan leik þar sem börnin æfa bæði fín og grófhreyfingar t.d. hlutverkaleikir, ýmsir leikir á gólfi s.s bílaleikur, leikir með lest, dýr, dúkkuhús, kubba, púða, dýnur og fleira.

Í daglegri útiveru fá börnin tækifæri til hreyfingar í frjálsum leik s.s. hlaupa, hoppa, klifra, sippa, snú-snú, stökkva, stikla á steinum, moka, byggja úr sandi, byggja úr snjó, æfa jafnvægi, róla,renna í rennibraut, í snjónum, hjóla/hlaupahjól og taka þátt í ýmsum boltaleikjum. fir sumartímann stendur nemendum til boða að taka þátt í daglegu morgunhlaupi ef veður leyfir. Morgunhlaupin eru vinsæl og mikill metnaður ríkjandi hjá ungum sem öldnum að bæta sig!